Erlent

Yfir 5.000 hafa fallið í Sýrlandi

Fjöldi fallinna í mótmælunum og uppreisninni í Sýrlandi er kominn yfir 5.000. Þetta segja talsmenn Sameinuðu þjóðanna.

Þar að auki er talið að um 14.000 manns hafi verið handteknir af lögreglu og öryggissveitum stjórnvalda og að yfir 12.000 manns hafa flúið land frá því að mótmælin hófust fyrr í ár. Ekkert lát er á mótmælum og óeirðum í landinu og talið er að 20 manns hafi fallið í þeim í gærdag.

Sameinuðu þjóðirnar segja að staðan í Sýrkandi sé óþolandi og að þar hafi verið framdir glæpir gegn mannkyninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×