Erlent

Skóm fleygt að Ahmadinejad

Mahmoud Ahmadinejad
Mahmoud Ahmadinejad mynd/AFP
Atvinnulaus maður fleygði skóm sínum í átt að Mahmoud Ahmadinejad, forseta Íran, í gær. Samkvæmt fréttamiðlum í Íran var maðurinn að mótmæla því að hafa ekki fengið atvinnuleysisbætur.

Maðurinn starfaði í vefnaðarverksmiðju og hefur ekki fengið bætur greiddar síðan hann var í rekinn á síðasta ári.

Í övæntingu sinni fleygði hann skóm sínum að forsetanum. Atvikið átti sér stað á minningarathöfn um fyrrverandi olíumálaráðherra Írans sem lést í fyrra.

Skórnir flugu framhjá höfði forsetans og lentu á auglýsingaborða fyrir aftan hann.

Öryggissveitir handsömuðu manninn eftir gestir minningarathafnarinnar höfðu yfirbugað hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×