Erlent

Hryðjuverk í Belgíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/AFP
Tveir fórust í sprengingu í belgísku borginni Liege fyrir stundu. Tólf eru særðir, samkvæmt frásögn belgískra fjölmiðla. Fram kemur á fréttavef BBC að nokkrir menn hafi kastað handsprengjum og skotið á mannþröng á strætóstoppistöð.

Sumir belgískir fjölmiðlar hafa haldið því fram að einn árásarmannanna sé á meðal hinna látnu. Enginn hefur lýst ábyrgð á sprengjunum á hendur sér. Við segjum nánari fréttir af gangi mála eftir því sem þær berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×