Erlent

Dularfullt loftfar fylgdist með mótmælendum í Moskvu

Mótmælendur í Moskvu náðu myndum af óþekktum hlut sem sveif yfir mannmergðinni á Bolotnaya-torgi.

Hluturinn vakti mikla athygli meðal mótmælenda. Fólkið var samankomið á torginu til að mótmæla úrslitum nýlegra þingkosninga í Rússlandi. Fregnir hafa borist af stórfelldu kosningasvindli.

Mótmælendurnir gerðu þó hlé kröfuköllum sínum þegar hluturinn birtist skyndilega.

Hluturinn virtist vera að fylgjast með mótmælendunum en rúmlega 25.000 manns voru á torginu. Litrík ljós bárust frá fyrirbærinu og nokkrar stangir sjást efst á hlutinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×