Erlent

Hótar að loka Wikipedia í mótmælaskyni

Jimmy Wales
Jimmy Wales mynd/AFP
Jimmy Wales, einn af stofnendum frjálsa alfræðiritsins Wikipedia hefur hótað að loka síðunni í mótmælaskyni vegna frumvarps sem á að koma í veg fyrir brot á höfundarrétti á internetinu.

Wales birti yfirlýsinguna á blogg-síðu sinni. Hann sagði að lokun síðunnar myndi setja þrýsting á yfirvöld í Bandaríkjunum til að endurskoða frumvarpið.

Hann sagði ákvörðunina ekki vera auðvelda enda er Wikipedia nauðsynleg sumum.

Hótunin er svar Wales við frumvarpinu Stop Online Piracy Act (SOPA). Nefnd á vegum Fulltrúardeildar Bandaríkjaþings er nú að fjalla um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×