Erlent

Samkynhneigðu mörgæsapari stíað í sundur

Pedro og Buddy á meðan allt lék í lyndi.
Pedro og Buddy á meðan allt lék í lyndi. mynd/AP
Ástarævintýri hinsegin mörgæsapars í Kanada leið undir lok þegar félagarnir Buddy og Pedro voru loks aðskildir. Buddy var ekki lengi að finna sé maka en Pedro er enn einsamall.

Samkvæmt starfsmönnum dýragarðsins í Toronto hefur Buddy tekið saman við unga kvenkyns mörgæs. Þau hafa reist hreiður og deila öllum stundum saman. Pedro, hins vegar, er enn einn. Starfsmennirnir segja þó að Pedro sé að reyna sitt besta.

Nauðsynlegt var að aðskilja Buddy og Pedro enda er tegundin í útrýmingarhættu.

Áður en Buddy kynntist Pedro hafði hann eignast nokkur afkvæmi með vinkonu sinni. Þegar maki hans dó var hann fluttur í búrið til Pedro sem aldrei hafði eignast afkvæmi.

Um leið blómstraði ástin og voru félagarnir óaðskiljanlegir. Þeir deildu hreiðri í heilt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×