Erlent

Wyatt sem varð að Nicole

Nicole ásamt bróður sínum.
Nicole ásamt bróður sínum. mynd/AP
Wyatt og Jonas Aimes eru eineggja tvíburar. Bræðurnir fæddust árið 1997 og í fyrstu leit úr fyrir að þeir yrðu fullkomlega venjulegir piltar. En þegar árin liður varð ljóst að ekki var allt með felldu. Á meðan Jonas hafði áhuga á ofurhetjum og sjóræningjum vildi Wyatt frekar leika sér með barbídúkkur og ballettpils.

Ljóst var að Wyatt skilgreindi sig ekki sem dreng. Lukkulega eiga bræðurnir skilningsríka foreldra sem leyfðu Wyatt að lifa sem stúlku. Þegar Wyatt var í fjórða bekk var nafni hans breytt í Nicole og hann hóf hormónatöku til að koma í veg fyrir kynþroska.

Nicole er núna 14 ára gömul. Í viðtali við fréttablaðið Boston Globe sagðist hún ávallt hafa vitað að hún væri stelpa. Hún vill gangast undir aðgerð til að leiðrétta kyn sitt.

Foreldrar Nicole, þau Kelly og Wayne, segja að verkefnið hafi verið krefjandi. Í fyrstu hafi þau ekki vitað í hvorn fótinn þau ættu að stíga.

En eftir að fyrstu skrefin voru tekin í kynleiðréttingu Nicole var þungu fargi létt af þeim, sem og dóttur þeirra.

Þau segja að dóttir þeirra hafi í raun brosað í fyrsta sinn eftir að meðferðin hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×