Erlent

"Leitið skjóls - Lífshætta" - Smáskilaboð tengd bilun

Mörgum brá í brún þegar skilaboðin bárust.
Mörgum brá í brún þegar skilaboðin bárust. mynd/AFP
Skilaboðin sem íbúar New Jersey fengu. Það vekur athygli að fólki er bent á að leita skjóls á „stað".mynd/CNN
Um hádegisbil í gær fengu íbúar New Jersey í Bandaríkjunum heldur óskemmtileg smáskilaboð. Í þeim stóð að neyðarástandi hefði lýst yfir í Bandaríkjunum og að allir ættu að koma sér í öruggt skjól.

Í skilaboðunum kom einnig fram að hættan væri raunveruleg.

Til allrar hamingju reyndust skilaboðin ekki vera raunveruleg heldur var um bilun að ræða í skilaboðakerfi Neyðarstofnunnar Bandaríkjanna.

Eðlilega brá mörgum í brún. Í skilaboðinu kom fram að allir íbúar svæðisins væru í lífshættu.

Í dag barst yfirlýsing frá fjarskiptafyrirtækinu Verizon sem baðst afsökunar á skilaboðunum. Um æfingu hefði verið að ræða sem virðist hafa farið úr skorðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×