Erlent

Síðasta tækifærið til að lögsækja Nasista

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Efraim Zuroff, yfirmaður Simon Wiesenthal stofnunarinnar, kynnti nýtt verkefni til að lögsækja Nasista.
Efraim Zuroff, yfirmaður Simon Wiesenthal stofnunarinnar, kynnti nýtt verkefni til að lögsækja Nasista. mynd/ afp.
Efraim Zuroff, yfirmaður Simon Wiesenthal stofnunarinnar, kynnti í dag nýtt átak undir yfirskriftinni „Síðasta tækifærið" og miðar að því að finna og lögsækja eftirlifandi stríðsglæpamenn úr Seinni heimsstyrjöldinni. Zuroff tilkynnti einnig um ný verðlaun fyrir þá sem gefa vísbendingar um það hvar aðilar, grunaðir um stríðsglæpi, halda sig.

Í haust var 91 árs gamall maður að nafni John Demjanjuk dæmdur fyrir stríðsglæpi. Telja þýskir saksóknarar að sá dómur hafi þau áhrif að hægt verði að lögsækja mun fleiri menn vegna brota í stríðinu. Demjanjuk var dæmdur fyrir að hafa verið vörður í útrýmingabúðum Nasista en var ekki gefinn einn tiltekinn glæpur að sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×