Innlent

Þau sungu saman með Mugison

Fólkið á Þorraseli tók kröftuglega undir með Mugison í Stingum af.
Fólkið á Þorraseli tók kröftuglega undir með Mugison í Stingum af.
Þessi mynd var tekin í kringum 11:17 í dag þegar þjóðin sameinaðist í söng í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að allar útvarpsstöðvar landsins spiluðu sömu þrjú lögin frá klukkan 11:15. Myndin er tekin á Þorraseli, dagvist aldraðra, þar sem heimilisfólk tók undir fullum hálsi með Mugison í laginu Stingum af sem var eitt af lögunum þremur. Myndin er ein þeirra sem send var inn í samkeppni sem Úttón efndi til en verðlaun eru einkatónleikar með Mugison.

Tekið er á móti myndum og myndböndum á Facebook síðu framtaksins, www.facebook.com/syngjumsaman, fram á mánudagskvöld en vinningshafi verður kynntur þriðjudaginn 6. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×