Innlent

Ögmundur Jónasson: Stendur við hvert einasta orð um Vítisengla

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
„Ég stend við hvert einasta orð sem ég hef sagt og er tilbúinn að svara fyrir þau, hvar sem er og hvenær sem er," segir Ögmundur Jónasson en Hells Angels hafa stefnt Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, ríkislögreglustjóra og íslenska ríkinu fyrir meiðyrði.

Á vefmiðlinum Smugunni er greint frá því í morgun að ráðherranum hafi verið afhent stefnan í gær.

Ásamt ráðherranum er Haraldi Jóhannessyni, ríkislögreglustjóra og íslenska ríkinu stefnt. Stefnan kemur Ögmundi ekki á óvart enda segir hann að hótanir hafi borist um að farið yrði í málaferli og krafist skaðabóta um ummæli sem hann hafði um samtökin og þá einstaklinga sem þeim tengjast, en hann nefndi samtökin í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. Ögmundur segist standa við orð sín.

Samtökin eru ósátt enda hafa Vítisenglarnir ávallt neitað því að þarna sé um glæpasamtök að ræða.


Tengdar fréttir

Vítisenglar ósáttir við ummæli Ögmundar og leita til dómstóla

Vélhjólasamtökin Vítisenglar hafa stefnt Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra fyrir meiðyrði. Á vefmiðlinum Smugunni er greint frá því að ráðherranum hafi verið afhent stefnan í gær. Forseti samtakanna, Einar „Boom“ Marteinsson hafði áður lýst því yfir í DV að hann hyggðist stefna Ögmundi en ástæðan mun vera sú að ráðherrann hafi ítrekað á opinberum vettvangi kallað Vítisengla glæpasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×