Innlent

Einn ölvaður af 770

Einn ökumaður af 770, sem voru stöðvaðir af lögreglunni víðsvegar höfuðborgarsvæðinu í gær og fyrradag, reyndist ölvaður. Sérstakt umferðareftirlit stendur nú yfir hjá lögreglunni.

Ökumaðurinn sem var ölvaður verður sviptur ökuréttindum og sektaður að auki. Fjórum ökumönnum til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum.

Sem fyrr höfðu margir ökumenn ekki ökuskírteini meðferðis en slíkt kæruleysi kostar viðkomandi 5.000 kr.

Við umferðareftirlitið naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar félaga sinna frá embætti ríkislögreglustjóra.

Markmiðið með átakinu er að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunar- og fíkniefnaakstri og hvetja fólk til almennrar varkárni í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×