Innlent

Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Áreksturinn varð mjög harður eins og sést á myndunum.
Áreksturinn varð mjög harður eins og sést á myndunum. mynd/ jóhann kristinn jóhannsson.
Harður árekstur varð við Landvegamótum á þriðja tímanum í dag. Ökumenn beggja bílanna voru fluttir á slysadeild í Reykjavík. Ekki er vitað nákvæmlega hversu alvarlega þeir slösuðust. Áreksturinn virðist hafa verið mjög harður.

Þetta er þriðja umferðaróhappið í dag sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis fær upplýsingar um. Tveir bílar fóru út af veginum við Skíðaskálann í Hveradölum í dag. Full ástæða er fyrir ökumenn að fara varlega þegar ekið er.

Í meðfylgjandi myndasafni getur þú séð myndir sem Jóhann Kristinn Jóhannsson tók af störfum lögreglumanna á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×