Innlent

26 milljónir bíða nýs eiganda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þær 26 milljónir sem voru í pottinum í íslenska lottóinu gengu ekki út í kvöld, því enginn var með fimm réttar tölur. Það verður því til einhvers að vinna þegar dregið verður að nýju að viku liðinni. Bónusvinningurinn gekk hins vegar út. Hann kom á miða sem var seldur í Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum.

Enginn var með allar Jókertölurnar réttar, en tveir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð og fær hvor þeirra 100 þúsund krónur í sinn hlut.

Jókertölurnar voru 7 4 5 8 0.

Lottótölurnar voru 4 17 30 37 40 og bónustalan var 19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×