Erlent

Uppnám á ráðstefnu öldungaráðs Afganistan

Fjölmenn ráðstefna öldungaráðs Afganistan sem haldin var í Kabúl komst í uppnám þegar fjöldi nefnda á henni varð ljós.

Öldungaráð þetta, eða Loya Jirga,  er formlega séð æðsta stjórnvald Afganistan og í því eiga sæti öldungar frá öllum héruðum landsins. Það er aðeins kallað saman þegar mikið liggur við eins og til dæmis stjórnarskrárbreytingar. Karzani forseti landsins kallaði ráðið saman í Kabúl til að ræða framtíðarsamskipti landsins við Bandaríkjamenn.

Um leið og ráðstefnan hófst varð uppi fótur og fit þegar ljóst var að viðstöddum hafði verið skipt upp í 39 nefndir. 39 mun vera tala melludólga í Afganistan og einn öldungurinn lét hafa eftir sér að hann myndi ekki snúa aftur heim í þorp sitt brennimerktur sem melludólgur.

Vandamál þetta var síðan fljótlega leyst með því að endurskipta öldungunum upp í 40 nefndir. Í frétt á BBC um málið fylgir með að bílnúmer sem innihalda töluna 39 safni ryki hjá umferðarstofu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×