Stuðningsmaður Wikileaks stöðvaður - óþolandi áreiti segir þingmaður 27. október 2011 20:43 Einn af stuðningsmönnum Wikileak-síðunnar, Jacob Appelbaum, þurfti að sæta sérstakri öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í dag, en hann var að koma frá Svíþjóð og var ferðinni heitið til Bandaríkjanna. Það var vefsíðan Grapevine sem greindi frá því að Jason væri í haldi á Keflavíkurflugvelli. Það er þó ekki fyllilega rétt, því eftirlitið sem um ræðir, og heitir á ensku, Secondary Security Screening Selection (SSSS), er nokkurskonar aukaeftirlit sem er framkvæmt af beiðni bandarískra flugöryggisyfirvalda. Þetta er engu að síður í annað skiptið sem Jason þarf að gangast í gegnum slík aukaeftirlit á Keflavíkurflugvelli, síðast lenti hann í því í janúar 2010 þegar hann hafði verið í fríi hér á landi. Appelbaum varð heimsþekktur eftir að hann varði gjörðir Wikileaks á ráðstefnu í Bandaríkjunum árið 2010. Sjálfur er hann tölvusérfræðingur og hakkari. Eftir að hann hélt ræðuna hefur hann verið stöðvaður minnsta kosti fimm sinnum, nú sex sinnum, í millilandaflugi til og frá Bandaríkjunum. Sjálfur segist hann ofsóttur af bandarískum yfirvöldum vegna stuðnings síns við Wikileaks. „Það er bara ömurlegt að íslensk yfirvöld skuli taka þátt í þessu áreiti," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem þekkir Jacob persónulega. Hún segir þetta áreiti lítið annað en niðurlægingu, „sérstaklega í ljósi þess að maðurinn hefur ekki verið ákærður fyrir neitt. Þetta er óþolandi," segir Birgitta. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar, sagðist ekki hafa sérstakar upplýsingar um ferðir Jacobs. Hann áréttaði hinsvegar að aukaeftirlitið væri tilviljanakennt og framkvæmt að kröfu bandarískra flugöryggismálayfirvalda. Friðþór segir að ákveðinn hluti farþega lendi í þessu eftirliti. Hver sem er getur lent í því. Eftirlitið lýsir sér þannig að það er leitað talsvert betur á farþegum, síðan er þeim gert að bíða í afviknum sal þar sem þeir mega ekki blandast öðrum farþegum á ný. Síðan fá þeir að halda áfram óáreittir. Spurður hvort Jacob sé einfaldlega svona óheppinn að lenda tvisvar í sömu leitinni á Keflavíkurflugvelli, svarar Friðþór: „Ég myndi halda það. Menn eru allavega ekki sigtaðir út eftir nöfnum." Jacob er nú í flugi á leiðinni til Bandaríkjanna að sögn Birgittu. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Einn af stuðningsmönnum Wikileak-síðunnar, Jacob Appelbaum, þurfti að sæta sérstakri öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í dag, en hann var að koma frá Svíþjóð og var ferðinni heitið til Bandaríkjanna. Það var vefsíðan Grapevine sem greindi frá því að Jason væri í haldi á Keflavíkurflugvelli. Það er þó ekki fyllilega rétt, því eftirlitið sem um ræðir, og heitir á ensku, Secondary Security Screening Selection (SSSS), er nokkurskonar aukaeftirlit sem er framkvæmt af beiðni bandarískra flugöryggisyfirvalda. Þetta er engu að síður í annað skiptið sem Jason þarf að gangast í gegnum slík aukaeftirlit á Keflavíkurflugvelli, síðast lenti hann í því í janúar 2010 þegar hann hafði verið í fríi hér á landi. Appelbaum varð heimsþekktur eftir að hann varði gjörðir Wikileaks á ráðstefnu í Bandaríkjunum árið 2010. Sjálfur er hann tölvusérfræðingur og hakkari. Eftir að hann hélt ræðuna hefur hann verið stöðvaður minnsta kosti fimm sinnum, nú sex sinnum, í millilandaflugi til og frá Bandaríkjunum. Sjálfur segist hann ofsóttur af bandarískum yfirvöldum vegna stuðnings síns við Wikileaks. „Það er bara ömurlegt að íslensk yfirvöld skuli taka þátt í þessu áreiti," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem þekkir Jacob persónulega. Hún segir þetta áreiti lítið annað en niðurlægingu, „sérstaklega í ljósi þess að maðurinn hefur ekki verið ákærður fyrir neitt. Þetta er óþolandi," segir Birgitta. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar, sagðist ekki hafa sérstakar upplýsingar um ferðir Jacobs. Hann áréttaði hinsvegar að aukaeftirlitið væri tilviljanakennt og framkvæmt að kröfu bandarískra flugöryggismálayfirvalda. Friðþór segir að ákveðinn hluti farþega lendi í þessu eftirliti. Hver sem er getur lent í því. Eftirlitið lýsir sér þannig að það er leitað talsvert betur á farþegum, síðan er þeim gert að bíða í afviknum sal þar sem þeir mega ekki blandast öðrum farþegum á ný. Síðan fá þeir að halda áfram óáreittir. Spurður hvort Jacob sé einfaldlega svona óheppinn að lenda tvisvar í sömu leitinni á Keflavíkurflugvelli, svarar Friðþór: „Ég myndi halda það. Menn eru allavega ekki sigtaðir út eftir nöfnum." Jacob er nú í flugi á leiðinni til Bandaríkjanna að sögn Birgittu.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira