Erlent

Vilja hefja samningaferlið að nýju

Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, ásamt Benjamin Netanyahu.
Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, ásamt Benjamin Netanyahu.
Mark Regev, talsmaður Benjamin Netanyahu, segir að Ísrael sé reiðubúið að hefja samningaferlið við Palestínu að nýju. Hann sagði að báðir aðilar verði að vera skapandi í málamiðlunum, annars sé samkomulag ómögulegt. Regev sagði að lokamarkmið samningaferlisins sé að verða að kröfu Palestínumanna um sjálfstætt ríki ásamt því að uppfylla öryggiskröfur Ísrael.

Hann gagnrýndi síðan kröfu Palestínumanna um að Ísrael fresti fyrirhuguðum byggingum á Vesturbakkanum á meðan samningarferlið stendur yfir.

Mikil spenna hefur verið milli landanna tveggja undanfarið en Palestína sóttist eftir viðurkenningu Sameinuðu Þjóðanna sem sjálfstætt ríki. Á sama tíma hóf Ísrael framkvæmdir á 1.100 húsum í Jerúsalem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×