Erlent

Versta umhverfisslys í sögu Nýja-Sjálands

Mynd/AP
Óttast er að allt að þrjúþúsund tonn af olíu hafi þegar lekið úr tönkum flutningaskipsins Rena sem strandaði við Nýja Sjáland á miðvikudaginn í síðustu viku.

Stjórnvöld segja að um versta umhverfisslys í sögu landsins sé að ræða en það gæti þó versnað til muna þar sem tæp 1700 tonn eru eftir af olíu í skipinu. Slæmt veður á svæðinu hefur ennfremur komið í veg fyrir að menn geti dælt olíu af Renu sem er 236 metrar á lengd og í eigu grísks skipafélags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×