Erlent

Efnahagur Tælands slæmur í kjölfar flóða

Loftmynd af verksmiðju Honda í Tælandi.
Loftmynd af verksmiðju Honda í Tælandi. mynd/AFP
Í kjölfar mikilla flóða í Tælandi er talið að landið muni ganga í gegnum miklar efnahagsþrenginar á komandi mánuðum. Sérfræðinga grunar að framtíðarhorfum Tælands svipi mjög til þeirra sem Japanir gengu í gegnum eftir hamfarirnar í mars, fyrr á þessu ári.

Bílaiðnaðurinn á Tælandi er risavaxinn og framleiðir landið bíla fyrir Toyota Motor Company, Ford Motor og Honda Motor. Verksmiðjur allra fyrirtækjanna hafa lokað í kjölfar flóðanna.

Vörustjórnendur  og viðskiptaráðgjafar segja að alþjóðleg fyrirtæki verði héðan í frá að hætta að reiða sig á vöruflutninga milli heimsálfa og á of stórar birgðir. Þannig sé hægt að minnka kostnaðinn þegar náttúruhamfarir eða aðrar hörmungar eiga sér stað. Tilfelli Tælands og Japans eru góð dæmi um þetta. Eflaust væri líka hægt að nefna eldgos á Íslandi sem truflað geta flugflutningar yfir Atlantshafið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×