Erlent

Mannskæðar árásir í Bagdad

Áhyggjur eru um hvort að lögreglan í Bagdad sé hæf til að vernda borgara.
Áhyggjur eru um hvort að lögreglan í Bagdad sé hæf til að vernda borgara. mynd/AFP
23 hafa látist í röð sprengjuárása í Bagdad í dag. Árásirnar beindust aðallega að byggingum og starfsmönnum lögreglunnar í borginni.

Þrettán fórust þegar árásamaður ók bíl sínum inn í anddyrri lögreglustöðvar í Alwiya hverfinu í Bagdad. Bílsprengjur felldu síðan fleiri víðsvegar um borgina.

Tíðar árásir andófsmanna í Írak benda til þess að öryggisveitir landsins séu ekki í stakk búnar til að annast öryggi borgara. Þetta er litið afar alvarlegum augum en áætlað er að síðustu hermenn Bandaríkjamanna yfirgefi Írak áður en árið er úti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×