Erlent

Upphaf Svarta dauða var í London

Yersinia pestis er talin vera orsök Svarta dauða.
Yersinia pestis er talin vera orsök Svarta dauða. mynd/AFP
Vísindamenn í Þýskalandi telja sig hafa fundið uppruna Svarta dauða, einnar skæðustu plágu sögunnar. Veikin felldi nær þriðjung Evrópubúa um miðbik 14. aldar.

Veiran Yersinia pestis hefur lengi verið talin vera valdur sjúkdómsins. Með því leita eftir ummerkjum veirunnar er hægt að áætla hvar faraldurinn byrjaði. Rannsóknir vísindamannanna hafa borið árangur en þeir telja að upphaf Svarta dauða hafi verið í fjöldagröf í London.

Eftir að hafa rannsakað gröfina áætla vísindamenn að veiran hafi byrjað að skaða fólk á árunum 1240 - 1340. Þessar tölur falla fullkomlega við fyrra mat vísindamannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×