Erlent

Ráðherralistinn lak í fjölmiðla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það hefur vakið mikla athygli í Danmörku að nú tekur kona við sem forsætisráðherra.
Það hefur vakið mikla athygli í Danmörku að nú tekur kona við sem forsætisráðherra. Mynd/afp.
Búið er að leka til fjölmiðla lista yfir það fólk sem fær ráðherrastóla í ríkisstjórn Danmerkur, sem verður formlega kynnt á morgun. Helle Thorning-Schmidt verður forsætisráðherra, fyrst kvenna í Danmörku. Hún er formaður Sósíaldemókrataflokksins. Villy Søvndal, formaður Sósíalíska þjóðarflokksins, verður utanríkisráðherra, en Margrethe Vestager, formaður Róttæka vinstriflokksins, verður efnahags- og innanríkisráðherra.

Jyllands Posten segir að Helle Thorning-Schmidt hafi ekki náð fram markmiði sínu um jafnan hlut karla og kvenna í ríkisstjórninni. Thor Möger Pedersen verður skattamálaráðherra, en það vekur sérstaka athygli í Danmörku að hann er einungis 26 ára gamall og yngsti Daninn sem gegnir ráðherraembætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×