Erlent

Erfðamengi Færeyinga kortlagt

Vonast er til að rannsóknin hjálpi til við meðhöndlun CTD sjúkdómsins.
Vonast er til að rannsóknin hjálpi til við meðhöndlun CTD sjúkdómsins.
Færeyjar munu á komandi mánuðum bjóða íbúum sínum að láta kortleggja erfðamengi sitt. Með þessu er vonast til að bæta heilbrigðisþjónustu eyjanna. Færeyingar hafa lengi þurft að kljást við sjaldgæfan erfðaskipta sjúkdóm sem hefur skaðleg áhrif á efnaskipti líkamans. Fræðilegt heiti sjúkdómsins er Carnitine Transporter Deficiency (CTD). Talið er að þriðjungur Færeyinga beri genið sem veldur sjúkdómnum.

Skaði CTD á sér stað í hvítvoðungum og yngri börnum. Sé heilkennið ekki greint tímanlega getur það leitt til hjartabilunar.

Það er fyrirtækið Illumina sem fjármagnar verkefnið að hluta til. Enn er leitað að fleiri hugsanlegum kostendum.

Nú þegar eru vísindamenn byrjaðir að rannsaka erfðamengi 100 fullorðinna einstaklinga í Færeyjum. Þetta er gert svo að mögulegt sé að hanna forrit sem getur geymt upplýsingar um erfðaefni eyjaskeggja. Um 50.000 manns búa nú í Færeyjum.

Vísindamenn vonast einnig til að rannsóknir á CTD heilkenninu muni hjálpa til við að greina og meðhöndla aðra erfðasjúkdóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×