Erlent

Viðvörun til stuðningsmanna andstöðunnar

Walid al-Moualem, utanríkisráðherra Sýrlands í pontu í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna.
Walid al-Moualem, utanríkisráðherra Sýrlands í pontu í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna. Mynd/AFP
Stjórnvöld í Sýrlandi vöruðu í dag við því að þau muni snúast harkalega gegn hverju því landi sem styður formlega tilvist nýstofnaðs Þjóðarráðs Sýrlands.

Þjóðarráðið nýstofnaða samanstendur af andstæðingum Bashar al-Assad. Vestræn ríki eins og Bandaríkin og Frakkland hafa fagnað myndun þess, en þau hafa ekki boðið því formlega viðurkenningu.

„Við munum grípa til harkalegra aðgerða gegn þeim sem styður þetta ólögmæta ráð," sagði Walid al-Moualem, utanríkisráðherra Sýrlands, í sjónvarpsviðtali í dag.

Andstæðingar Assad segja sveitir hans hafa drepið minnst sex manns í gær þegar þær skutu á tugþúsundir syrgjenda við jarðarför stjórnarandstæðingsins Meshaal Tammo. Tammo var drepinn á föstudaginn var á heimili sínu, en hann átti að spila stórt hlutverk í Þjóðarráðinu.


Tengdar fréttir

Rússar snúast gegn stjórn Sýrlands

Forseti Rússlands, Dimitry Medvedev, hefur mælst til þess að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, komi að umbótum í landinu hið fyrsta eða segi af sér. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar setja opinberlega fram gagnrýni á stjórn Sýrlands síðan uppreisnin þar í landi hófst fyrir sex mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×