Erlent

Fyrrverandi ritstjóri stefnir News Corp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World, hefur stefnt útgáfufélaginu.
Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World, hefur stefnt útgáfufélaginu. Mynd/ AFP.
Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World, hefur stefnt News Corp útgáfufélaginu, sem gaf blaðið út, fyrir að hafa hætt að greiða lögfræðikostnað hans. Coulson var handtekinn í júlí síðastliðnum grunaður um aðild að spillingu og símhlerunum. Hann var látinn laus gegn greiðslu tryggingargjalds. Coulson starfaði við almannatengsl hjá David Cameron, eftir að hann lét af starfi ritstjóra, en sagði upp því starfi í janúar vegna hlerunarmálsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×