Erlent

Globo fékk Emmy

Mynd/AP
Brasilíska sjónvarpsstöðin Globo hlaut í gærkvöldi alþjóðlegu Emmy verðlaunin fyrir umfjöllun sína í fyrra um átök öryggissveita og  vopnaðra fíkniefnasala í Rio de janeiro. Fjórar sjónvarpsstöðvar voru tilnefndar, þeirra á meðal Ríkissjónvarpið fyrir umfjöllun sína um eldgosið í Eyjafjallajökli.

Japanska sjónvarpsstöðin NHK hlaut verðlaun fyrir umfjöllum um málefni líðandi stundar, fyrir frásögn af hópi námumanna, sem lokuðust í námu í Chile í 70 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×