Enski boltinn

Balotelli á flottasta mark vikunnar í ensku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enska úrvalsdeildin hefur tekið saman flottustu mörkin í sjöttu umferð deildarinnar sem fram fór um helgina. Það er enginn annar en vandræðagemlingurinn Mario Balotelli sem fær þann heiður að hafa skorað fallegasta mark vikunnar.

Mario Balotelli fékk laglega hælsendingu frá Argentínumanninum Sergio Aguero á 68. mínútu í 2-0 sigri Manchester City á Everton og smellti þrumuskoti í bláhornið vel fyrir utan vítateiginn. Hann fagnaði síðan með því að hlaupa beint til stjórans Roberto Mancini.

Eins og vanalega þá er hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi eins og val á besta leikmanninum, liði umferðarinnar, flottustu markvörslunum og atviki helgarinnar. Þar má einnig finna skemmtilegt atvik frá fyrri tímum auk þess sem hægt er að fá stutt yfirlit yfir það helsta sem gerðist í þessari umferð.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast allar þessar samantektir frá ensku úrvalsdeildinni um helgina með því að smella á tenglana.





Fimm flottustu mörkin í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar:

5. Luis Suarez fyrir Liverpool á móti Wolves

4. Alex Song fyrir Arsenal á móti Bolton

3. Demba Ba fyrir Newcastle á móti Blackburn

2. Nani fyrir Manchester United á móti Stoke

1. Mario Balotelli fyrir Manchester City á móti Everton

Besti leikmaður helgarinnar

Lið umferðarinnar

Flottustu markvörslurnar

Atvik helgarinnar

Skemmtilegt sögubrot

Umferðin á fimm mínútum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×