Erlent

Al-Qaeda gagnrýni Ahmadinejad

Ahmadinejad talar á fundi Sameinuðu þjóðanna.
Ahmadinejad talar á fundi Sameinuðu þjóðanna.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lýsti því yfir á fundi Sameinuðu þjóðanna að hann teldi hryðuverkjaárásirnar 11. september vera ráðgátu. Núna hafa hryðuverkasamtökin Al-Qaeda skrifað Ahmadinejad opinbert bréf og birt það í ensku mælandi málgagni sínu, Inspire. Þar biðja samtökin forsetann um að gleyma þessum hugmyndum sínum um árásirnar. Í greininni spyr Al-Qaeda hvers vegna yfirvöld í Íran telji árásirnar vera ráðgátu þegar sú trú sé þvert á öll rök og skynsemi. Al-Qaeda segist hafa verið keppinautur Írans um að vinna hug og hjörtu múslima um allann heim. Þegar augljóst væri að Al-Qaeda hefði haft betur þá sé það eina ráð Írans að grípa til samsæriskenninga. Grein Al-Qaeda birtist nokkrum dögum eftir að Ahmadinejad talaði fyrir samkomu Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þjóða gekk á dyr þegar forsetinn viðraði skoðanir sínar um hryðuverkaárásirnar. Ahmadinejad gagnrýndi einnig að bandaríkjamenn hefðu myrt Osama Bin-Laden, í stað þess að leggja sig fram við að komast að öllum staðreyndum málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×