Erlent

Kína áætlar að skjóta Tiangong-1 á sporbraut

Long March 2-F eldflaugin sem mun skjóta geimstöðinni út í geim.
Long March 2-F eldflaugin sem mun skjóta geimstöðinni út í geim.
Á komandi vikum mun Kína skjóta Tiangong-1 geimvísindastöðinni á sporbraut um jörðina. Geimstöðin mun svífa í 300-400 kílómetra fjarlægð frá yfirborði jarðar. Í fyrstu mun stöðin vera mannlaus en áætlað er að fyrstu geimfararnir, kallaðir yuhangyuans, muni sækja stöðin heim á næsta ári. Tveir til þrír geimfara munu búa í stöðinni, tvær vikur í senn. Geimstöðin mun bera vitni um hæfni kínverja til að byggja vel útbúna geimstöð sem auðveldlega getur keppt við alþjóðlegu geimstöðina ISS. Þyngdarleysi gerir vísindamönnum kleift að rannsaka nýja tækni og er það tilgangur geimstöðvarinnar. Evrópskra geimvísindastofnunin fagnar framtaki kínverja og telur jákvætt að hægt sé að dreifa kostnaðinum, enda eru rannsóknir fyrir utan lofthjúp afar dýrar. Vonast er til að Kína, Evrópa og Bandaríkin taki höndum saman í þessum verkefnum en pólitísk togstreita mun hins vegar standa í vegi um sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×