Erlent

Cameron setur stórmörkuðum afarkost

Cameron er afar ósáttur við metnaðarleysi stórmarkaða.
Cameron er afar ósáttur við metnaðarleysi stórmarkaða.
David Cameron, forsætis ráðherra Bretlands, íhugar nú löggjöf til að stemma stigum við mikilli notkun almennings á plastpokum. Cameron hefur sett stórmörkuðum afarkost og hótar aðgerðum reyni verslanir ekki að minnka plastpoka notkun. Fyrr á árinu var skipulagt átak til að koma í veg fyrir frekari aukningu en aukning varð samt sem áður. Cameron segir þetta vera óásættanlegt og að aðgerðir séu væntanlegar. Innkaupapokar eru gefnir viðskiptavinum að kostnaðarlausu í Bretlandi. Hins vegar hafa verslanir M&S hafið að rukka fyrir hvern poka, ágóðinn rennur til hjálparstofnanna líkt og tíðkast hér á landi. Venjulegur plastpoki er notaður í 20 mínútur að meðaltali en það tekur 1.000 fyrir slíkann poka að leysast upp í náttúrunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×