Guðmundur Felix vill nýjar hendur - helst í réttum lit og kyni Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. september 2011 20:00 Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir tæpum tveimur áratugum, fékk í gær langþráð samþykki lækna fyrir handaágræðslu. Sérfræðingar telja ólíklegt að hann fái mátt í báða handleggi en Guðmundur heldur þó í þá von. Handleggina missti Guðmundur rétt fyrir neðan axlir árið 1998, þá 26 ára gamall. Hann hefur upp frá því haldið í vonina um að komast í handaágræðslu á sérhæfðu sjúkrahúsi í Frakklandi, og í gær fékk hann grænt ljós frá læknateyminu sem þar starfar. „Ég er alveg bara dofinn. Ég snýst bara í hringi," segir Guðmundur. Nú er þetta fyrsta aðgerð sinnar tegundar, við hverju má búast? „Einhverju betra en það er í dag allavega," svarar Guðmundur og bætir við: „Hvort að ég nái einhverntímann einhverri færni með fingurna á mér er í rauninni frekar ósennilegt en ekki útilokað. En bara ef ég get fengið einhverja tilfinningu og ég get hreyft olnbogann, og ég er með einhverja fálmara, eitthvað annað heldur en að vera "amputeraður" við axlir þá verð ég bara rosa sáttur." Líf Guðmundar tekur nú miklum breytingum en hann hefur ákveðið að flytja til Lyon í Frakklandi, þar sem aðgerðin verður framkvæmd, en það getur tekið nokkurn tíma fyrir læknana að finna nothæfa handleggi. „Líffæri, geta verið úr kalli eða konu, barni eða gamalmenni en hendurnar þurfa að passa mikið betur. Blóðflokkurinn er náttúrulega aðalatriðið en svo er svona skemmtilegra að hafa þær í réttum lit og stærð... og af réttu kyni," segir Guðmundur. Og Guðmundur stefnir á að vera farinn til Frakklands um næstu áramót. „Ég ætla bara að bíða í Frakklandi. Það er 6 tíma rammi eftir að "donor" kemur þangað til að ég verð að vera kominn. Og ég ætla ekki að treysta á það að eldfjöllin hérna verði í lagi eða flugvél bíði eftir mér. Það er bara of mikið í húfi." Ljóst er að Guðmundur þarf á fjárstuðningi að halda til að draumurinn geti orðið að veruleika en hann á eftir að koma til með að standa straum af öllum kostnaði sem aðgerðinni fylgir. Þeir sem vilja leggja honum lið geta lagt inn á styrktarreikning: 537-26-2164, kt. 5307110130. Einnig er hægt að hringja í söfnunarnúmerin: 901 5100, fyrir 1000 kr, 901 5200 fyrir 2000 kr og 901 5500 fyrir 5000 kr. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir tæpum tveimur áratugum, fékk í gær langþráð samþykki lækna fyrir handaágræðslu. Sérfræðingar telja ólíklegt að hann fái mátt í báða handleggi en Guðmundur heldur þó í þá von. Handleggina missti Guðmundur rétt fyrir neðan axlir árið 1998, þá 26 ára gamall. Hann hefur upp frá því haldið í vonina um að komast í handaágræðslu á sérhæfðu sjúkrahúsi í Frakklandi, og í gær fékk hann grænt ljós frá læknateyminu sem þar starfar. „Ég er alveg bara dofinn. Ég snýst bara í hringi," segir Guðmundur. Nú er þetta fyrsta aðgerð sinnar tegundar, við hverju má búast? „Einhverju betra en það er í dag allavega," svarar Guðmundur og bætir við: „Hvort að ég nái einhverntímann einhverri færni með fingurna á mér er í rauninni frekar ósennilegt en ekki útilokað. En bara ef ég get fengið einhverja tilfinningu og ég get hreyft olnbogann, og ég er með einhverja fálmara, eitthvað annað heldur en að vera "amputeraður" við axlir þá verð ég bara rosa sáttur." Líf Guðmundar tekur nú miklum breytingum en hann hefur ákveðið að flytja til Lyon í Frakklandi, þar sem aðgerðin verður framkvæmd, en það getur tekið nokkurn tíma fyrir læknana að finna nothæfa handleggi. „Líffæri, geta verið úr kalli eða konu, barni eða gamalmenni en hendurnar þurfa að passa mikið betur. Blóðflokkurinn er náttúrulega aðalatriðið en svo er svona skemmtilegra að hafa þær í réttum lit og stærð... og af réttu kyni," segir Guðmundur. Og Guðmundur stefnir á að vera farinn til Frakklands um næstu áramót. „Ég ætla bara að bíða í Frakklandi. Það er 6 tíma rammi eftir að "donor" kemur þangað til að ég verð að vera kominn. Og ég ætla ekki að treysta á það að eldfjöllin hérna verði í lagi eða flugvél bíði eftir mér. Það er bara of mikið í húfi." Ljóst er að Guðmundur þarf á fjárstuðningi að halda til að draumurinn geti orðið að veruleika en hann á eftir að koma til með að standa straum af öllum kostnaði sem aðgerðinni fylgir. Þeir sem vilja leggja honum lið geta lagt inn á styrktarreikning: 537-26-2164, kt. 5307110130. Einnig er hægt að hringja í söfnunarnúmerin: 901 5100, fyrir 1000 kr, 901 5200 fyrir 2000 kr og 901 5500 fyrir 5000 kr.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira