Guðmundur Felix vill nýjar hendur - helst í réttum lit og kyni Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. september 2011 20:00 Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir tæpum tveimur áratugum, fékk í gær langþráð samþykki lækna fyrir handaágræðslu. Sérfræðingar telja ólíklegt að hann fái mátt í báða handleggi en Guðmundur heldur þó í þá von. Handleggina missti Guðmundur rétt fyrir neðan axlir árið 1998, þá 26 ára gamall. Hann hefur upp frá því haldið í vonina um að komast í handaágræðslu á sérhæfðu sjúkrahúsi í Frakklandi, og í gær fékk hann grænt ljós frá læknateyminu sem þar starfar. „Ég er alveg bara dofinn. Ég snýst bara í hringi," segir Guðmundur. Nú er þetta fyrsta aðgerð sinnar tegundar, við hverju má búast? „Einhverju betra en það er í dag allavega," svarar Guðmundur og bætir við: „Hvort að ég nái einhverntímann einhverri færni með fingurna á mér er í rauninni frekar ósennilegt en ekki útilokað. En bara ef ég get fengið einhverja tilfinningu og ég get hreyft olnbogann, og ég er með einhverja fálmara, eitthvað annað heldur en að vera "amputeraður" við axlir þá verð ég bara rosa sáttur." Líf Guðmundar tekur nú miklum breytingum en hann hefur ákveðið að flytja til Lyon í Frakklandi, þar sem aðgerðin verður framkvæmd, en það getur tekið nokkurn tíma fyrir læknana að finna nothæfa handleggi. „Líffæri, geta verið úr kalli eða konu, barni eða gamalmenni en hendurnar þurfa að passa mikið betur. Blóðflokkurinn er náttúrulega aðalatriðið en svo er svona skemmtilegra að hafa þær í réttum lit og stærð... og af réttu kyni," segir Guðmundur. Og Guðmundur stefnir á að vera farinn til Frakklands um næstu áramót. „Ég ætla bara að bíða í Frakklandi. Það er 6 tíma rammi eftir að "donor" kemur þangað til að ég verð að vera kominn. Og ég ætla ekki að treysta á það að eldfjöllin hérna verði í lagi eða flugvél bíði eftir mér. Það er bara of mikið í húfi." Ljóst er að Guðmundur þarf á fjárstuðningi að halda til að draumurinn geti orðið að veruleika en hann á eftir að koma til með að standa straum af öllum kostnaði sem aðgerðinni fylgir. Þeir sem vilja leggja honum lið geta lagt inn á styrktarreikning: 537-26-2164, kt. 5307110130. Einnig er hægt að hringja í söfnunarnúmerin: 901 5100, fyrir 1000 kr, 901 5200 fyrir 2000 kr og 901 5500 fyrir 5000 kr. Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir tæpum tveimur áratugum, fékk í gær langþráð samþykki lækna fyrir handaágræðslu. Sérfræðingar telja ólíklegt að hann fái mátt í báða handleggi en Guðmundur heldur þó í þá von. Handleggina missti Guðmundur rétt fyrir neðan axlir árið 1998, þá 26 ára gamall. Hann hefur upp frá því haldið í vonina um að komast í handaágræðslu á sérhæfðu sjúkrahúsi í Frakklandi, og í gær fékk hann grænt ljós frá læknateyminu sem þar starfar. „Ég er alveg bara dofinn. Ég snýst bara í hringi," segir Guðmundur. Nú er þetta fyrsta aðgerð sinnar tegundar, við hverju má búast? „Einhverju betra en það er í dag allavega," svarar Guðmundur og bætir við: „Hvort að ég nái einhverntímann einhverri færni með fingurna á mér er í rauninni frekar ósennilegt en ekki útilokað. En bara ef ég get fengið einhverja tilfinningu og ég get hreyft olnbogann, og ég er með einhverja fálmara, eitthvað annað heldur en að vera "amputeraður" við axlir þá verð ég bara rosa sáttur." Líf Guðmundar tekur nú miklum breytingum en hann hefur ákveðið að flytja til Lyon í Frakklandi, þar sem aðgerðin verður framkvæmd, en það getur tekið nokkurn tíma fyrir læknana að finna nothæfa handleggi. „Líffæri, geta verið úr kalli eða konu, barni eða gamalmenni en hendurnar þurfa að passa mikið betur. Blóðflokkurinn er náttúrulega aðalatriðið en svo er svona skemmtilegra að hafa þær í réttum lit og stærð... og af réttu kyni," segir Guðmundur. Og Guðmundur stefnir á að vera farinn til Frakklands um næstu áramót. „Ég ætla bara að bíða í Frakklandi. Það er 6 tíma rammi eftir að "donor" kemur þangað til að ég verð að vera kominn. Og ég ætla ekki að treysta á það að eldfjöllin hérna verði í lagi eða flugvél bíði eftir mér. Það er bara of mikið í húfi." Ljóst er að Guðmundur þarf á fjárstuðningi að halda til að draumurinn geti orðið að veruleika en hann á eftir að koma til með að standa straum af öllum kostnaði sem aðgerðinni fylgir. Þeir sem vilja leggja honum lið geta lagt inn á styrktarreikning: 537-26-2164, kt. 5307110130. Einnig er hægt að hringja í söfnunarnúmerin: 901 5100, fyrir 1000 kr, 901 5200 fyrir 2000 kr og 901 5500 fyrir 5000 kr.
Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira