Fótbolti

Bent og Richards verða ekki með gegn Wales vegna meiðsla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Micah Richards fyrir miðju ásamt liðsfélögum sínum í enska landsliðinu.
Hér má sjá Micah Richards fyrir miðju ásamt liðsfélögum sínum í enska landsliðinu. Mynd. / Getty Images
Darren Bent og  Micah Richards hafa báðir yfirgefið enska landsliðshópinn í knattspyrnu sem undirbýr sig fyrir leikinn gegn Wales á þriðjudaginn í undakeppni EM 2012.

Leikmennirnir glíma báðir við smávægileg meiðsli og verða því ekki í liðinu gegn Wales. Bent hefur ekki náð að æfa neitt með landsliðinu undanfarna viku eftir að gömul meiðsli í nára tóku sig upp á ný.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendingu, tók því þá ákvörðun að senda þá báða til baka þar sem enginn tilgangur væri að hafa þá í hópnum ef þeir gætu hvorki æft né spilað.

23 leikmenn eru enn í leikmannahópnum hjá Capello og því mun enginn leikmaður koma inn í þeirra stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×