Fótbolti

Fletcher: Dómarinn dæmdi okkur úr leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Darren Fletcher skorar hér í leiknum um helgina.
Darren Fletcher skorar hér í leiknum um helgina. Mynd. / Getty Images
Darren Fletcher, fyrirliði skoska landsliðsins, var allt annað en sáttur með frammistöðuna hjá dómara leiksins þegar Skotar og Tékkar áttust við í undankeppni EM 2012 á laugardaginn.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli, en Tékkar jöfnuðu leikinn á síðustu andartökum leiksins. Kevin Blom, dómari leiksins, dæmdi víta á Skota þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma. Jan Rezek, leikmaður Tékklands, lét sig fall innan teigs með miklum tilburðum og plataði þar með dómara leiksins.  Víti dæmt og Tékkar jöfnuðu metin.

Stuttu síðar vildu Skotar fá dæmda vítaspyrnu þegar leikmaður liðsins var felldur innan vítateigs Tékka, en það virtist vera vítaspyrna, en ekkert dæmdi dómarinn.

„Okkur líður eins og að dómarinn hafi rænt okkur sigurinn,“ sagði Fletcher við fjölmiðla eftir leikinn.

„Þessar tvær ákvarðanir eru gríðarlega dýrkeyptar fyrir okkur og kosta liðið líklega sæti á Evrópumótinu“.

„Það er með hreinum ólíkindum að dómarinn hafi ekki gefið okkur vítaspyrnu í blálokin þegar hann var nýbúinn að dæma vítaspyrnu á okkur við litla sem enga snertingu, það er erfitt að sætta sig við þetta“.

Darren Fletcher skoraði eitt mark fyrir Skota í leiknum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×