Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. ágúst 2011 18:46 Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. Guðmundur Steingrímsson, sem gekk í Framsóknarflokkinn úr Samfylkingunni í ársbyrjun 2009, hefur verið óánægður innan flokksins í nokkurn tíma og ekki talið sig eiga samleið með hugmyndafræði flokksforystunnar. Þar vega Evrópumálin þungt en Guðmundur hefur ekki verið sammála formanni flokksins í því máli. Þá er mörgum eflaust minnisstætt að Guðmundur greiddi ekki atkvæði með vantrauststillögu á ríkisstjórnina hinn 13. apríl sl. sem margir þingmenn Framsóknar studdu og gerði Guðmundur grein fyrir atkvæði sínu með þeim orðum að hann ætlaði „ekki að taka þátt í þessum leikaraskap." Guðmundur þú ert að stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna? „Ég myndi frekar segja að þetta væri eitthvað sem mig myndi langa til að gera." Hefurðu tilkynnt formanni flokksins formlega um úrsögn þína úr flokknum? „Nei, þetta ætla ég allt að gera á morgun en í dag láku þessar hugmyndir út og allt í lagi með það. En á morgun hef ég semsagt hugsað mér að segja mig úr þingflokki Framsóknarflokksins og úr Framsóknarflokknum og útskýra það á minn hátt með grein sem ég ætla að birta á vefnum." Þrír menn sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi, eftir grein sem formaður Framsóknar birti í Morgunblaðinu. Er það vísbendingum að það sé rúm fyrir nýjan miðjuflokk í íslenskum stjórnmálum? „Já, það er vísbending um það. Og ég held reyndar að þetta sé í öðrum flokkum og meðal óflokksbundinna. Ég hef orðið var við það mjög víða, að það er krafa um þennan valkost. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnaðan, grænan miðjuflokk. Og ég finn þá kröfu í sjálfum mér af því mér fannst mjög leiðinlegt að uppgötva það að ég var ekki í slíkum flokki. Og þá vissi ég að ég þyrfti að fara úr honum." Guðmundur hefur ekki rætt málið sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins en segist hafa rætt þetta við aðra framsóknarmenn. Guðmundur verður utan flokka á meðan hann hefur ekki formlega stofnað hinn nýja flokk og verður því óháður þingmaður fyrst um sinn. Hann segir að það séu ekki aðrir þingmenn með honum í stofnun hins nýja flokks, en kallar eftir liðsstyrk annarra sem deila sömu hugsjónum. Einhverjar hugmyndir að nafni, Miðjuflokkurinn t.d? „Það eru ekki komnar neinar hugmyndir að nafni, en þetta er hins vegar ein mikilvægasta spurningin," segir Guðmundur Steingrímsson. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. Guðmundur Steingrímsson, sem gekk í Framsóknarflokkinn úr Samfylkingunni í ársbyrjun 2009, hefur verið óánægður innan flokksins í nokkurn tíma og ekki talið sig eiga samleið með hugmyndafræði flokksforystunnar. Þar vega Evrópumálin þungt en Guðmundur hefur ekki verið sammála formanni flokksins í því máli. Þá er mörgum eflaust minnisstætt að Guðmundur greiddi ekki atkvæði með vantrauststillögu á ríkisstjórnina hinn 13. apríl sl. sem margir þingmenn Framsóknar studdu og gerði Guðmundur grein fyrir atkvæði sínu með þeim orðum að hann ætlaði „ekki að taka þátt í þessum leikaraskap." Guðmundur þú ert að stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna? „Ég myndi frekar segja að þetta væri eitthvað sem mig myndi langa til að gera." Hefurðu tilkynnt formanni flokksins formlega um úrsögn þína úr flokknum? „Nei, þetta ætla ég allt að gera á morgun en í dag láku þessar hugmyndir út og allt í lagi með það. En á morgun hef ég semsagt hugsað mér að segja mig úr þingflokki Framsóknarflokksins og úr Framsóknarflokknum og útskýra það á minn hátt með grein sem ég ætla að birta á vefnum." Þrír menn sem hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi, eftir grein sem formaður Framsóknar birti í Morgunblaðinu. Er það vísbendingum að það sé rúm fyrir nýjan miðjuflokk í íslenskum stjórnmálum? „Já, það er vísbending um það. Og ég held reyndar að þetta sé í öðrum flokkum og meðal óflokksbundinna. Ég hef orðið var við það mjög víða, að það er krafa um þennan valkost. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnaðan, grænan miðjuflokk. Og ég finn þá kröfu í sjálfum mér af því mér fannst mjög leiðinlegt að uppgötva það að ég var ekki í slíkum flokki. Og þá vissi ég að ég þyrfti að fara úr honum." Guðmundur hefur ekki rætt málið sérstaklega við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins en segist hafa rætt þetta við aðra framsóknarmenn. Guðmundur verður utan flokka á meðan hann hefur ekki formlega stofnað hinn nýja flokk og verður því óháður þingmaður fyrst um sinn. Hann segir að það séu ekki aðrir þingmenn með honum í stofnun hins nýja flokks, en kallar eftir liðsstyrk annarra sem deila sömu hugsjónum. Einhverjar hugmyndir að nafni, Miðjuflokkurinn t.d? „Það eru ekki komnar neinar hugmyndir að nafni, en þetta er hins vegar ein mikilvægasta spurningin," segir Guðmundur Steingrímsson. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira