Samkynhneigðir vilja útskýringar á orðinu „framsóknarhommi“ 23. ágúst 2011 17:10 Ingvi Hrafn Jónsson. Samtökin ´78 gera athugasemdir við ummæli sem fjölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson lét falla í þjóðmálaþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar var hann inntur eftir viðbrögðum vegna úrsagnar Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum. Ingvi Hrafn sagði þá: „Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er..." Í grein sem formaður samtakanna, Guðmundur Helgason, og varaformaðurinn, Anna Jonna Ármannsdóttir sendu frá sér, kemur fram að þau séu frekar ringluð heldur en móðguð yfir orðum Ingva Hrafns. Þannig segir í greininni: „Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...? Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..." Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður?“ Þau segja ennfremur í greininni að Guðmundur eigi reyndar eitt sameiginlegt með samkynhneigðum: „Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál“. Að lokum óska greinahöfundar eftir því að Ingvi Hrafn útskýri hvað hann átti við. Eða eins og þau sjálf orða það: „Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? “ Hér fyrir neðan má lesa greinina í heild sinni:Af „framsóknarhommum…”Ingvi Hrafn Jónsson gerði á mánudag tilraun til þess að gera lítið úr Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni vegna frétta af úrsögn þingmannsins úr Framsóknarflokknum.„Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er…" sagði Ingvi Hrafn í útvarpsviðtali á Bylgjunni.Mín fyrstu viðbrögð voru “hvað í ósköpunum á maðurinn eiginlega við?”Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...?Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..."Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður? Þó menn séu ekki pólitískir samherjar þá er ekki þar með sagt að það sé eðlilegt að reyna að níða þá með svona gamaldags orðræðu.Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál.Orðið hommi þótti upprunalega niðrandi orð sem notað var um samkynhneigða karlmenn, en þeir tóku orðið til sín og nota það kinnroðalaust í dag. Að nota orðið hommi árið 2011 í tilraun til að gera lítið úr öðrum er í besta falli tímaskekkja og sýnir bara á hvílíkum villigötum þessi umræða er.Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78Anna Jonna Ármannsdóttir, varaformaður Samtakanna '78 Tengdar fréttir Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“ "Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins. 22. ágúst 2011 20:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Samtökin ´78 gera athugasemdir við ummæli sem fjölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson lét falla í þjóðmálaþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar var hann inntur eftir viðbrögðum vegna úrsagnar Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum. Ingvi Hrafn sagði þá: „Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er..." Í grein sem formaður samtakanna, Guðmundur Helgason, og varaformaðurinn, Anna Jonna Ármannsdóttir sendu frá sér, kemur fram að þau séu frekar ringluð heldur en móðguð yfir orðum Ingva Hrafns. Þannig segir í greininni: „Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...? Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..." Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður?“ Þau segja ennfremur í greininni að Guðmundur eigi reyndar eitt sameiginlegt með samkynhneigðum: „Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál“. Að lokum óska greinahöfundar eftir því að Ingvi Hrafn útskýri hvað hann átti við. Eða eins og þau sjálf orða það: „Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? “ Hér fyrir neðan má lesa greinina í heild sinni:Af „framsóknarhommum…”Ingvi Hrafn Jónsson gerði á mánudag tilraun til þess að gera lítið úr Guðmundi Steingrímssyni alþingismanni vegna frétta af úrsögn þingmannsins úr Framsóknarflokknum.„Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er…" sagði Ingvi Hrafn í útvarpsviðtali á Bylgjunni.Mín fyrstu viðbrögð voru “hvað í ósköpunum á maðurinn eiginlega við?”Í mínum huga merkir jú orðið hommi „samkynhneigður maður” og þá hlýtur framsóknarhommi að merkja samkynhneigður framsóknarmaður...?Eða hvað? Getur verið að Ingvi Hrafn hafi meint eitthvað allt annað með þessum orðum heldur en að lýsa Guðmund Steingrímsson samkynhneigðan? Er hann að gera lítið úr karlmennsku þingmannsins eins og gagnkynhneigðir bræður okkar vilja oft gera með notkun orðsins? „Framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður..."Er hann þá minni maður? Ekki ALVÖRU maður? Þó menn séu ekki pólitískir samherjar þá er ekki þar með sagt að það sé eðlilegt að reyna að níða þá með svona gamaldags orðræðu.Þeir sem kalla sig homma í dag eru það sem þeir eru, hreinir og beinir með tilfinningar sínar. Þeir hafa lokið þessu ferli að koma útúr skápnum. Er Guðmundur Steingrímsson ekki bara að segja að sem stjórnmálamaður vilji hann fylgja samvisku sinni og vera hreinn og beinn? Þetta á hann þá sameiginlegt með hommum og hreinskilnin gæti aflað honum mikils fylgis enda hefur almenningur kallað eftir meiri heiðarleika í íslensk stjórnmál.Orðið hommi þótti upprunalega niðrandi orð sem notað var um samkynhneigða karlmenn, en þeir tóku orðið til sín og nota það kinnroðalaust í dag. Að nota orðið hommi árið 2011 í tilraun til að gera lítið úr öðrum er í besta falli tímaskekkja og sýnir bara á hvílíkum villigötum þessi umræða er.Ingvi Hrafn vill kannski útskýra fyrir okkur hvað hann nákvæmlega átti við með þessum orðum? Guðmundur Helgason, formaður Samtakanna '78Anna Jonna Ármannsdóttir, varaformaður Samtakanna '78
Tengdar fréttir Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“ "Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins. 22. ágúst 2011 20:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“ "Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins. 22. ágúst 2011 20:15