Innlent

Stærsta ráðstefna Íslands

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Mynd úr safni
Mynd úr safni
Tekst konum að koma okkur út úr kreppuni?, liggja allir vegir til moskvu? og hvert er hlutverk skrifræðis í heimsfriði?, er meðal þess sem reynt verður að svara í þeim tvö þúsund og fimm hundruð fyrirlestrum sem fluttir verða á ráðstefnu evrópskra stjórnmálafræðinga í Háskóla Íslands. Ráðstefnan er sú stærsta sem haldin hefur verið á Íslandi.

Ráðstefnan er á vegum stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands en á henni koma saman helstu stjórnmálafræðingar Evrópu. 2300 manns hafa skráð sig á ráðstefnuna og fluttir verða tvö 2500 fyrirlestrar en skipuleggjendur hennar eru ánægðir með þátttökuna.

Vel hefur gengið að skipuleggja ráðstefnuna. Hins vegar höfðu margir gestir meldað sig seint og því hafði allt gistipláss í Reykjavík, og nánast á öllu suðvesturhorni landsins, verið fullbókað. Háskólinn sendi þá út neyðarkall á starfsmenn sína og nemendur sem margir buðust til að hýsa stjórnmálafræðingana.

Ólafur Ragnar Grímsson, setti ráðstefnuna formlega í Hörpunni klukkan sex og flytur nú fyrsta fyrirlestur hennar um stjórnmál 21. aldarinnar. Mörgum gestum þykir það ákaflega merkilegt að sjálfur þjóðhöfðinginn hafi verið fyrsti íslenski prófessorinn í stjórnmálafræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×