Íslenski boltinn

Þorvaldur og Gunnar Helgi hættir hjá Víkingum í sumar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorvaldur Sveinn í baráttu við Jóhann Laxdal leikmann Stjörnunnar.
Þorvaldur Sveinn í baráttu við Jóhann Laxdal leikmann Stjörnunnar. Mynd/HAG
Þorvaldur Sveinn Sveinsson leikmaður Víkings hefur leikið sinn síðasta leik með liðinu í sumar. Þorvaldur er á leiðinni í nám til San Francisco í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á Vikingur.net.

Þorvaldur er ekki eini Víkingurinn á útleið því Gunnar Helgi Steindórsson er einnig á leiðinni utan í nám. Þeir voru báðir í liði Víkings í 3-2 tapinu gegn KR í síðustu umferð. Þeir voru á miðjunni hjá Víkingum sem spiluðu sinn besta leik í sumar að mati Bjarnólfs þjálfara. Ljóst er að brottför þeirra er mikil blóðtaka fyir félagið.

Þorvaldur og Gunnar komu báðir við sögu í sjö leikjum Víkings í Pepsi-deild karla í sumar. Þorvaldur skoraði eitt mark þegar hann jafnaði í 1-1 á KR-vellinum á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×