Páll Viðar: Eins og við værum manni færri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. ágúst 2011 19:56 Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs. Mynd/Anton Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að Stjörnumenn hafi einfaldlega jarðað sína menn í leik liðanna í dag. Stjarnan vann 5-1 sigur þrátt fyrir að hafa verið manni færri í rúman hálfleik. „Það leit út fyrir að við værum einum manni færri,“ sagði Páll Viðar eftir leikinn. „Við vorum út um allan völl, fáir leikmenn að dekka, hlupum lítið og treystum á að þetta myndi koma að sjálfu sér.“ „Það er ólíkt okkur. Við erum yfirleitt duglegir að berjast eins og við gerðum í fyrri hálfleik og miðað við hann ætluðum við meira að segja að bæta aðeins í.“ „Við vissum að Stjörnumenn myndu hlaupa meira, manni færri, og þeir einfaldlega jörðuðu okkur í því. Þeir áttu þennan sigur fyllilega verðskuldaðan.“ Páll Viðar gerði fimm breytingar á sínu byrjunarliði fyrir leikinn en telur að það hafi ekki reynst honum dýrkeypt í dag. „Ég vil nú meina að ég sé með ágætishóp. Í dag fengu strákar tækifæri sem hafa minna fengið að spila en staðið sig vel þegar þeir hafa komið inn á. Ég var því ekki að bjóða upp á neitt varalið hér í dag - langt í frá.“ Páll Viðar hvíldi þá leikmenn sem eru á gulu spjaldi fyrir bikarúrslitin um næstu helgi. „Ég vildi ekki að þeir myndu þurfa að horfast í augu við það að missa af bikarúrslitunum með því að fá gult í þessum leik. Ég gaf þeim því frí og ég ber fulla ábyrgð á því.“ Hann segir að tapið í dag muni vissulega draga úr gleðinni í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. „Það hefur gengið ágætlega hjá okkur að undanförnu og vonandi verður framhald á því. En nú þurfum við að gíra okkur upp og vera klárir í næsta verkefni. Ég vona að menn þjappi sér saman og setji þennan leik til hliðar, í bili að minnsta kosti.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að Stjörnumenn hafi einfaldlega jarðað sína menn í leik liðanna í dag. Stjarnan vann 5-1 sigur þrátt fyrir að hafa verið manni færri í rúman hálfleik. „Það leit út fyrir að við værum einum manni færri,“ sagði Páll Viðar eftir leikinn. „Við vorum út um allan völl, fáir leikmenn að dekka, hlupum lítið og treystum á að þetta myndi koma að sjálfu sér.“ „Það er ólíkt okkur. Við erum yfirleitt duglegir að berjast eins og við gerðum í fyrri hálfleik og miðað við hann ætluðum við meira að segja að bæta aðeins í.“ „Við vissum að Stjörnumenn myndu hlaupa meira, manni færri, og þeir einfaldlega jörðuðu okkur í því. Þeir áttu þennan sigur fyllilega verðskuldaðan.“ Páll Viðar gerði fimm breytingar á sínu byrjunarliði fyrir leikinn en telur að það hafi ekki reynst honum dýrkeypt í dag. „Ég vil nú meina að ég sé með ágætishóp. Í dag fengu strákar tækifæri sem hafa minna fengið að spila en staðið sig vel þegar þeir hafa komið inn á. Ég var því ekki að bjóða upp á neitt varalið hér í dag - langt í frá.“ Páll Viðar hvíldi þá leikmenn sem eru á gulu spjaldi fyrir bikarúrslitin um næstu helgi. „Ég vildi ekki að þeir myndu þurfa að horfast í augu við það að missa af bikarúrslitunum með því að fá gult í þessum leik. Ég gaf þeim því frí og ég ber fulla ábyrgð á því.“ Hann segir að tapið í dag muni vissulega draga úr gleðinni í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. „Það hefur gengið ágætlega hjá okkur að undanförnu og vonandi verður framhald á því. En nú þurfum við að gíra okkur upp og vera klárir í næsta verkefni. Ég vona að menn þjappi sér saman og setji þennan leik til hliðar, í bili að minnsta kosti.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira