Innlent

Dularfullt hitamál í Laugardalnum

Dularfullur reykur fór að stíga upp úr jörðinni skammt frá nýju Laugardalshöllinni laust fyrir miðnætti og kallaði lögregla út starfsmann frá Orkuveitunni, ef heitavatnsleiðsla væri ef til vill farin að leka.

Hann staðfesti hinsvegar að engar slíkar lagnir væru þarna í grenndinni. Jörðin var volg og þegar lögreglumenn rótuðu í jarðveginum með skóflu komu upp kögglar sem líktust koluðum viðarleifum og var þá kallað á slökkviliðið , sem kældi og vökvaði svæðið með vatni.

Engin ummerki voru um að hitinn væri með einum eða örðum hætti af manna völdum og hafði hann ekki tekið sig upp aftur þegar lögreglumenn könnuðu málið síðar í nótt. Þetta hitamál telst því óupplýst.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.