Erlent

Brúðarkjóll Katrínar verður til sýnis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það stendur til að opna sýningu um brúðkaup Vilhjálms og Katrínar. Mynd/ Getty.
Það stendur til að opna sýningu um brúðkaup Vilhjálms og Katrínar. Mynd/ Getty.
Brúðarkjóll Katrínar Middleton, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins, verður til sýnis í Buckinghamhöll á árlegum sumaropnun hallarinnar.

Sérstök sýning um brúðkaup Vilhjálms og Katrínar, hertogahjóna af Cambridge, verður sett upp. Auk kjólsins verða sýndir skartgripir sem Katrín bar, skórnir hennar og fleira sem tengist brúðkaupinu, eftir því sem fram kemur í fréttum Sky fréttastöðvarinnar.

„Það sem er merkilegast við kjólinn er það hversu fallegur hann er og hve öll smáatriði eru vel útfærð í ljólnum," segir Caroline de Guitaut, umsjónarmaður sýningarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×