Enski boltinn

Dalglish heim frá Asíu - gengið frá samingi við Downing

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kóngurinn á Anfield, Kenny Dalglish.
Kóngurinn á Anfield, Kenny Dalglish. Nordic Photos/AFP
Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool flaug í gærkvöld til Englands frá Asíu þar sem Liverpool er á æfingaferð. Dalglish ætlar að nýta heimferðina til þess að sigla samningnum við Stewart Downing í höfn.

Downing, sem hefur verið á mála hjá Aston Villa undanfarin ár, er talinn mikilvæg viðbót við Liverpool. Vilja margir meina að samvinna hans og Andy Carroll geti gert gæfumuninn fyrir liðið.

„Þetta eru frábær kaup, engin spurning. Hann mun gera gæfumuninn með hlaupum sínum upp kantinn og gæðum í fyrirgjöfum. Hann var valinn besti leikmaður Aston Villa á síðasta ári og gefur okkur gæði á vinstri kantinn sem okkur hefur vantað,“ sagði Jamie Carragher leikmaður Liverpool.

Liverpool hefur varið um 100 milljónum punda eða sem nemur tæpum 19 milljörðum króna í leikmenn síðan Kenny Dalglish sneri aftur á Anfield.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.