Lífið

Odom lenti í slæmu bílslysi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lamar Odom slapp vel í slysinu. Mynd/ AFP.
Lamar Odom slapp vel í slysinu. Mynd/ AFP.
Lamar Odom, körfuboltamaður og eiginmaður raunveruleikaþáttastjörnunnar Khloe Kardashian, lenti í slæmu bílslysi á fimmtudag. Kappinn slapp vel en bifhjólamaður og gangandi vegfarandi slösuðust alvarlega.

Odom var á leið í jarðarför frænku sinnar þegar bílstjórinn hans ók á bifhjólamanninn.

E! Online segir að bifhjólamaðurinn og fimmtán ára gamall gangandi vegfarandi liggi nú inni á Elmhurstspítalanum í Queens.

Odom slasaðist ekki og Kardashian var ekki í bílnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.