Veit ekki enn hver tilnefndi hann 20. júní 2011 11:26 Gunnlaugur og borgarstjórinn fóru í veiðitúr í Elliðaár eldsnemma í morgun. Gunnlaugur Sigurðsson, sem var í morgun útnefndur Reykvíkingur ársins, segist hæstánægður með titilinn en hann hafi hinsvegar enn ekki hugmynd um það hver það var sem tilnefndi hann. Gunnlaugur var sóttur heim til sín eldsnemma í morgun og var þaðan haldið með reykvíkinginn í laxveiði í Elliðaánum þar sem hann veiddi fyrsta lax vorsins en þar með var sú hefð rofin að borgarstjóri renndi ávallt fyrstur fyrir lax við opnun ánna. Jón Gnarr, borgarstjóri, fór með í veiðitúrinn og segir Gunnlaugur að vel hafi farið á með þeim félögum. Borgarstjórinn sé búinn að bjóða honum og frúnni í kaffi við tækiæri og segir Gunnlaugur að það boð muni þau hjónin eflaust þiggja. Í ábendingu sem barst Reykjavíkurborg frá nágranna Gunnlaugs segir meðal annars að Gunnlaugur hafi haldið sameign og lóðum fjölbýlishúsanna við Fellismúla 13 og 15 hreinum í áratugi án þess að þiggja greiðslur. Gunnlaugur var afar hógvær þegar hann var spurður út í þessa eljusemi og sagðist einungis vilja að prýði væri af húsinu og lóð, það væri svo óttalega leiðinlegt að sjá það illa hirt. Gunnlaugur segir samfélagið í húsinu ótrúlega gott og aðrir íbúar hafi aldrei látið sitt eftir liggja þegar það kæmi að viðhaldi á sameigninni. Hann ætli sér hinsvegar að komast að því hver nágranna hans hafi tekið upp á því að senda ábendingu til borgarinnar. Reykvíkingurinn segir eiginkonu sína án efa vera stolta en hjónin hafi þó ekki rætt það enn hvort þau hyggist fagna útnefningunni sérstaklega. Hann ætlar hinsvegar í golf seinna í dag og segir að þó hann telji það ólíklegt, þá myndi hola í höggi náttúrulega alveg toppa daginn. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
Gunnlaugur Sigurðsson, sem var í morgun útnefndur Reykvíkingur ársins, segist hæstánægður með titilinn en hann hafi hinsvegar enn ekki hugmynd um það hver það var sem tilnefndi hann. Gunnlaugur var sóttur heim til sín eldsnemma í morgun og var þaðan haldið með reykvíkinginn í laxveiði í Elliðaánum þar sem hann veiddi fyrsta lax vorsins en þar með var sú hefð rofin að borgarstjóri renndi ávallt fyrstur fyrir lax við opnun ánna. Jón Gnarr, borgarstjóri, fór með í veiðitúrinn og segir Gunnlaugur að vel hafi farið á með þeim félögum. Borgarstjórinn sé búinn að bjóða honum og frúnni í kaffi við tækiæri og segir Gunnlaugur að það boð muni þau hjónin eflaust þiggja. Í ábendingu sem barst Reykjavíkurborg frá nágranna Gunnlaugs segir meðal annars að Gunnlaugur hafi haldið sameign og lóðum fjölbýlishúsanna við Fellismúla 13 og 15 hreinum í áratugi án þess að þiggja greiðslur. Gunnlaugur var afar hógvær þegar hann var spurður út í þessa eljusemi og sagðist einungis vilja að prýði væri af húsinu og lóð, það væri svo óttalega leiðinlegt að sjá það illa hirt. Gunnlaugur segir samfélagið í húsinu ótrúlega gott og aðrir íbúar hafi aldrei látið sitt eftir liggja þegar það kæmi að viðhaldi á sameigninni. Hann ætli sér hinsvegar að komast að því hver nágranna hans hafi tekið upp á því að senda ábendingu til borgarinnar. Reykvíkingurinn segir eiginkonu sína án efa vera stolta en hjónin hafi þó ekki rætt það enn hvort þau hyggist fagna útnefningunni sérstaklega. Hann ætlar hinsvegar í golf seinna í dag og segir að þó hann telji það ólíklegt, þá myndi hola í höggi náttúrulega alveg toppa daginn.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira