Innlent

Yfirkjörstjórnin í Tælandi gagnrýnd fyrir Íslandsferð

Undirbúningur fyrir kosningar í Tælandi stendur nú sem hæst en yfirkjörstjórnin skellti sér samt til Íslands.
Undirbúningur fyrir kosningar í Tælandi stendur nú sem hæst en yfirkjörstjórnin skellti sér samt til Íslands. MYND/AP
Tælenskir þingmenn hafa gagnrýnt yfirkjörstjórn landsins harðlega fyrir að ferðast til Íslands og Danmerkur, þrátt fyrir að þingkosningar séu á næsta leiti í landinu. Kosið verður þann þriðja júlí næstkomandi og fjórir af fimm meðlimum yfirkjörstjórnar fóru í ferðina sem tekur fimm daga.

Þetta gagnrýna margir í Tælandi en ferð stjórnarinnar var farin til þess að fylgjast með utankjörfundaratkvæðagreiðslum í Danmörku og á Íslandi. Ritari demókrataflokksins í landinu sagði meðal annars að yfirkjörstjórnin ætti að forgangsraða á annan hátt, mikilvægara væri að fylgjast með aðdraganda kosninganna í heimalandinu og að ef eitthvað kæmi upp á gæti sá eini úr yfirkjörstjórninni sem ekki fór í ferðina varla tekið á vandamálunum einn síns liðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×