75 ný störf vegna 200 milljóna frá ríkinu 21. júní 2011 19:12 Mynd úr safni Sjötíu og fimm ný störf hafa orðið til vegna 200 milljóna króna sem ríkið veitti til að mæta samdrætti vegna kvótaniðurskurðar. Það slagar upp í helming af þeim störfum sem verða til við fyrsta áfanga Helguvíkur. Það fór þunglega í sjávarbyggðir þegar þorskkvótinn var skertur árið 2007, útgerðirnar töluðu um milljarða tap og sveitarfélög óttuðust tekjumissi. Um haustið tilkynnti ríkisstjórnin að farið yrði í verulegar mótvægisaðgerðir upp á tíu til ellefu milljarða króna. Brot af þeirri upphæð, 200 milljónir króna fóru í að styðja nýsköpun og þróun nýrra atvinnutækifæra á landsbyggðinni. Og nú eru niðurstöður komnar: „Fyrstu niðurstöður sýna að þessi styrkir hafa skapað 75 ný störf og þetta voru verkefni í sjávarútvegi, iðnaði og ferðaþjónustu," segir Sigríður Elín Þórðardóttir, félagsfræðingur hjá Byggðastofnun. Störfin eru fjölbreytt og urðu meðal annars til vegna vöruþróunar og markaðssetningar á lýsu, sæbjúgum, bláskel, kúffisk, flugveiðibúnaði, kattamat, kollageni, fiskroði og gærum. Þá urðu til störf við hönnun og framleiðslu á flísum úr steypu og vegna markaðssetningar á smyrslum og heilsuvörum úr íslenskum jurtum. Rúmlega 250 umsóknir bárust um styrkina - en þeir voru veittir til 76 verkefna. Á móti 200 milljónum ríkisins var eigið framlag styrkþega tæpar 400 milljónir. Flest þessara 75 starfa urðu til á Vestfjörðum - en til að setja þennan fjölda í samhengi má benda á að samkvæmt heimasíðu Norðuráls er reiknað með að ráða þurfi 200 manns fyrir fyrsta áfanga álvers í Helguvík. Almennt starfa 450-500 manns í álverunum á Íslandi - fyrir utan afleidd störf. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Sjötíu og fimm ný störf hafa orðið til vegna 200 milljóna króna sem ríkið veitti til að mæta samdrætti vegna kvótaniðurskurðar. Það slagar upp í helming af þeim störfum sem verða til við fyrsta áfanga Helguvíkur. Það fór þunglega í sjávarbyggðir þegar þorskkvótinn var skertur árið 2007, útgerðirnar töluðu um milljarða tap og sveitarfélög óttuðust tekjumissi. Um haustið tilkynnti ríkisstjórnin að farið yrði í verulegar mótvægisaðgerðir upp á tíu til ellefu milljarða króna. Brot af þeirri upphæð, 200 milljónir króna fóru í að styðja nýsköpun og þróun nýrra atvinnutækifæra á landsbyggðinni. Og nú eru niðurstöður komnar: „Fyrstu niðurstöður sýna að þessi styrkir hafa skapað 75 ný störf og þetta voru verkefni í sjávarútvegi, iðnaði og ferðaþjónustu," segir Sigríður Elín Þórðardóttir, félagsfræðingur hjá Byggðastofnun. Störfin eru fjölbreytt og urðu meðal annars til vegna vöruþróunar og markaðssetningar á lýsu, sæbjúgum, bláskel, kúffisk, flugveiðibúnaði, kattamat, kollageni, fiskroði og gærum. Þá urðu til störf við hönnun og framleiðslu á flísum úr steypu og vegna markaðssetningar á smyrslum og heilsuvörum úr íslenskum jurtum. Rúmlega 250 umsóknir bárust um styrkina - en þeir voru veittir til 76 verkefna. Á móti 200 milljónum ríkisins var eigið framlag styrkþega tæpar 400 milljónir. Flest þessara 75 starfa urðu til á Vestfjörðum - en til að setja þennan fjölda í samhengi má benda á að samkvæmt heimasíðu Norðuráls er reiknað með að ráða þurfi 200 manns fyrir fyrsta áfanga álvers í Helguvík. Almennt starfa 450-500 manns í álverunum á Íslandi - fyrir utan afleidd störf.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira