Erlent

Þingið samþykkti nýju ríkisstjórnina

Gríska þingið
Gríska þingið Mynd/AFP
Hin nýja ríkisstjórn Grikklands hlaut stuðning gríska þingsins nú seint í kvöld.

Georgios Papandreú myndaði nýja ríkisstjórn fyrir helgi. Hann þurfti stuðning meirihluta þingsins til að geta borið fram niðurskurðartillögur.

Fyrst stjórnin hélt velli verður niðurskurður upp á 28 milljarða evra lagður fyrir í næstu viku. Það er forsenda þess að Grikkir fái tólf milljarða evra lán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×