Innlent

Áhersla á mannlíf og iðandi stemmingu

Hægt er sjá myndina stærri með því að smella á hana.
Hægt er sjá myndina stærri með því að smella á hana. Mynd/Reykjavíkurborg
Gangandi vegfarendur fá að njóta sín í miðborg Reykjavíkur í sumar. Göngugötum verður fjölgað og miðborgin þannig efld til muna með enn frekari  áherslu á mannlíf og iðandi stemmningu, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Í tilkynningunni segir að Austurstræti hafi nú verið breytt í göngugötu að Pósthússtræti en götunni verður lokað fyrir bílaumferð frá og með morgundeginum til 31.ágúst frá klukkan 11 - 20 á virkum dögum og um helgar.

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður komið fyrir á mótum Pósthússtrætis og Hafnarstrætis að vestanverðu þar sem stæðið við Austurstræti fellur út.

„Hafnarstræti á milli Aðalstrætis og Naustarinnar er í hönnunarferli og verður lokað frá þeim degi sem framkvæmdir hefjast.

Hafnarstræti austan við Pósthússtræti var lokað við Pósthússtrætið þann 17. júní sl. og verður gatan lokuð til 31. ágúst með mögulegri aðkomu bíla frá Tryggvagötu. Bílastæði á þessum kafla verða óheimil,“ segir ennfremur í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×