Innlent

Sáttafundur stendur enn yfir

Sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair sem hófst klukkan hálftíu í morgun stendur enn yfir hjá Ríkissáttasemjara.

Viðræður hófust aftur í morgun eftir langan og árangurslausan fund í gær.

Boðað yfirvinnubann flugmanna mun tala gildi á morgun klukkan tvö takist ekki kjarasamningar fyrir þann tíma.

Búist er við að viðræðurnar muni halda áfram fram á kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×