Innlent

Löggan ánægð með KR-inga

Boði Logason skrifar
Vel gert! Aðeins einum bíl var lagt ólöglega í Frostaskjólinu í gær.
Vel gert! Aðeins einum bíl var lagt ólöglega í Frostaskjólinu í gær. Mynd/Lögreglan
Lögreglan fylgdist með umferð og lagningum ökutækja í Frostaskjólinu í Vesturbænum í gær á meðan leikur KR og FH í bikarkeppni karla fór fram.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að umferðin hafi verið til mikillar fyrirmyndar og einungis hafi verið sett stöðubrotsgjald á eitt ökutæki sem lagt hafði verið upp á grasi.

Þess ber að geta að KR vann leikinn 2-0, en þeir Gunnar Örn Jónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoruðu mörkin. FH átti greinilega að fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hendina varnarmanni KR innan vítateigs þegar nokkuð var liðið á seinni hálfleikinn en hvorki dómarinn né línuvörður dæmdu á atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×