Flugmenn stórskaða ferðaþjónustuna 24. júní 2011 16:57 Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Mynd/Stefán Karlsson Samtök ferðaþjónustunnar segja aðgerðir flugmanna Icelandair og niðurfellingu fluga stórskaða ferðaþjónustuna hér á landi. Þá segja samtökin að verkfallsvopnið ekki hafa verið lögleitt til þess að þjóna hálaunastéttum í einokunaraðstöðu. Icelandair hefur fellt niður sex flug félagsins á sunnudag vegna verkfallsaðgerða flugmanna, sem hófust klukkan tvö í dag. Jafnframt hefur Icelandair tilkynnt að náist ekki samningar muni fyrirsjáanlega þurfa að fella niður sex flug til viðbótar á mánudag og verður það gert með sólahrings fyrirvara. Samtök ferðaþjónustunnar segja í tilkynningu að víða hafi hægt á bókunum síðustu daga og nú þegar flug hafi verið fellt niður sé viðbúið að erlendar ferðaskrifstofur muni afbóka hópa og senda þá annað. Fyrirtæki muni því verða fyrir miklu tjóni. „Hótanir um truflanir á flugi eru ekkert innanlandsmál, slíkar fréttir berast víða um heim og erlendar ferðaskrifstofur taka ekki áhættu á senda hópa á svæði þar sem engir aðrir samgöngumöguleikar eru til staðar."Hálaunahópur í einokunaraðstöðu Þá segir í tilkynningu Samtaka ferðaþjónustunnar: „Það er búið að semja við ca. 85% launaþega á almennum vinnumarkaði án verkfallsaðgerða en verkfallsvopnið var ekki lögleitt til þess að þjóna hálaunastéttum í einokunaraðstöðu." Samtök ferðaþjónustunnar segja mikið búið að ganga á hjá ferðaþjónustunni að undanförnu. „Mannfólkið getur ekki gert við eldgosi og kulda en þarna er hálaunahópur að stofna til tekjumissis fjölda fyrirtækja á landinu." Tengdar fréttir Samningafundur flugmanna heldur áfram fyrir hádegi Samningafundur flugmanna hjá Icelandair og viðsemjenda þeirra, sem hófst í gærmorgun, stóð hjá Ríkissáttasemjara fram yfir miðnætti, að hlé var gert til klukkan hálf ellefu fyrir hádegi í dag. 24. júní 2011 07:14 Yfirvinnubann flugmanna hafið Yfirvinnubann hjá flugmönnum Icelandair er hafið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna fyrir hönd flugmanna Icelandair og Samtaka atvinnulífsins fyrir Icelandair enn yfir og er staðan mjög óljós. Fundað er í húsakynnum Ríkissáttasemjara. 24. júní 2011 14:00 Yfirvinnubann hefst að óbreyttu eftir hádegi Samningamenn flugmanna hjá Icelandair og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins reyna nú til þrautar að ná samkomulagi í kjaradeilunni, til að koma í veg fyrir yfirvinnubann flugmanna, sem hefst eftir þrjár klukkustundir, ef ekki semst fyrir þann tíma. 24. júní 2011 10:55 Flug fellur niður vegna aðgerða flugstjóra Icelandair hefur fellt niður sex flug félagsins á sunnudaginn vegna verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem hófust klukkan tvö í dag. 24. júní 2011 14:14 Yfirvinnubann í dag ef ekki tekst að semja „Þetta mjakast. Við bindum vonir við að endar náist saman.“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í gærkvöldi. Sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair, sem hófst klukkan hálftíu í gærmorgun, stóð enn yfir hjá Ríkissáttasemjara þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 24. júní 2011 09:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar segja aðgerðir flugmanna Icelandair og niðurfellingu fluga stórskaða ferðaþjónustuna hér á landi. Þá segja samtökin að verkfallsvopnið ekki hafa verið lögleitt til þess að þjóna hálaunastéttum í einokunaraðstöðu. Icelandair hefur fellt niður sex flug félagsins á sunnudag vegna verkfallsaðgerða flugmanna, sem hófust klukkan tvö í dag. Jafnframt hefur Icelandair tilkynnt að náist ekki samningar muni fyrirsjáanlega þurfa að fella niður sex flug til viðbótar á mánudag og verður það gert með sólahrings fyrirvara. Samtök ferðaþjónustunnar segja í tilkynningu að víða hafi hægt á bókunum síðustu daga og nú þegar flug hafi verið fellt niður sé viðbúið að erlendar ferðaskrifstofur muni afbóka hópa og senda þá annað. Fyrirtæki muni því verða fyrir miklu tjóni. „Hótanir um truflanir á flugi eru ekkert innanlandsmál, slíkar fréttir berast víða um heim og erlendar ferðaskrifstofur taka ekki áhættu á senda hópa á svæði þar sem engir aðrir samgöngumöguleikar eru til staðar."Hálaunahópur í einokunaraðstöðu Þá segir í tilkynningu Samtaka ferðaþjónustunnar: „Það er búið að semja við ca. 85% launaþega á almennum vinnumarkaði án verkfallsaðgerða en verkfallsvopnið var ekki lögleitt til þess að þjóna hálaunastéttum í einokunaraðstöðu." Samtök ferðaþjónustunnar segja mikið búið að ganga á hjá ferðaþjónustunni að undanförnu. „Mannfólkið getur ekki gert við eldgosi og kulda en þarna er hálaunahópur að stofna til tekjumissis fjölda fyrirtækja á landinu."
Tengdar fréttir Samningafundur flugmanna heldur áfram fyrir hádegi Samningafundur flugmanna hjá Icelandair og viðsemjenda þeirra, sem hófst í gærmorgun, stóð hjá Ríkissáttasemjara fram yfir miðnætti, að hlé var gert til klukkan hálf ellefu fyrir hádegi í dag. 24. júní 2011 07:14 Yfirvinnubann flugmanna hafið Yfirvinnubann hjá flugmönnum Icelandair er hafið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna fyrir hönd flugmanna Icelandair og Samtaka atvinnulífsins fyrir Icelandair enn yfir og er staðan mjög óljós. Fundað er í húsakynnum Ríkissáttasemjara. 24. júní 2011 14:00 Yfirvinnubann hefst að óbreyttu eftir hádegi Samningamenn flugmanna hjá Icelandair og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins reyna nú til þrautar að ná samkomulagi í kjaradeilunni, til að koma í veg fyrir yfirvinnubann flugmanna, sem hefst eftir þrjár klukkustundir, ef ekki semst fyrir þann tíma. 24. júní 2011 10:55 Flug fellur niður vegna aðgerða flugstjóra Icelandair hefur fellt niður sex flug félagsins á sunnudaginn vegna verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem hófust klukkan tvö í dag. 24. júní 2011 14:14 Yfirvinnubann í dag ef ekki tekst að semja „Þetta mjakast. Við bindum vonir við að endar náist saman.“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í gærkvöldi. Sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair, sem hófst klukkan hálftíu í gærmorgun, stóð enn yfir hjá Ríkissáttasemjara þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 24. júní 2011 09:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Samningafundur flugmanna heldur áfram fyrir hádegi Samningafundur flugmanna hjá Icelandair og viðsemjenda þeirra, sem hófst í gærmorgun, stóð hjá Ríkissáttasemjara fram yfir miðnætti, að hlé var gert til klukkan hálf ellefu fyrir hádegi í dag. 24. júní 2011 07:14
Yfirvinnubann flugmanna hafið Yfirvinnubann hjá flugmönnum Icelandair er hafið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna fyrir hönd flugmanna Icelandair og Samtaka atvinnulífsins fyrir Icelandair enn yfir og er staðan mjög óljós. Fundað er í húsakynnum Ríkissáttasemjara. 24. júní 2011 14:00
Yfirvinnubann hefst að óbreyttu eftir hádegi Samningamenn flugmanna hjá Icelandair og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins reyna nú til þrautar að ná samkomulagi í kjaradeilunni, til að koma í veg fyrir yfirvinnubann flugmanna, sem hefst eftir þrjár klukkustundir, ef ekki semst fyrir þann tíma. 24. júní 2011 10:55
Flug fellur niður vegna aðgerða flugstjóra Icelandair hefur fellt niður sex flug félagsins á sunnudaginn vegna verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem hófust klukkan tvö í dag. 24. júní 2011 14:14
Yfirvinnubann í dag ef ekki tekst að semja „Þetta mjakast. Við bindum vonir við að endar náist saman.“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í gærkvöldi. Sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair, sem hófst klukkan hálftíu í gærmorgun, stóð enn yfir hjá Ríkissáttasemjara þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. 24. júní 2011 09:00